Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Glæsileg afmælisveisla Verðandi
afmælisveisla Verðandi S kipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi fagn- aði 70 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Af- mælisveislan var haldin í Höllinni þar sem mikið var um dýrðir. Bergur Páll Kristinsson er formaður félagsins en hann heiðraði þá Þórð Rafn Sigurðs- son, útgerðarmann í Vestmannaeyjum, fyrir sjáv- arútvegssafn sitt og Grím Karlsson úr Njarðvík, sem smíðað hefur fjölda bátalíkana í gegnum tíðina. Þá voru þeir Ágúst Bergsson, fyrrum skipstjóri á Lóðs- inum og Bergvin Oddsson, útgerðarmaður Glófaxa, gerðir að heiöursfélögum. Björgvin Sigurjónsson, hönnuður Björgvinsbeltisins, var einnig heiðraður fyrir sinn hlut í bættu öryggi sjómanna. Þá afhenti Bergur Hilmari Snorrasyni, skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna, eina milljón króna að gjöf frá félaginu til tækjakaupa. Félaginu bárust svo tjölmargar gjafir og kveðjur. Veislan sjálf var glæsileg, bæði var boðið upp á glæsilegan kvöldverð og vel heppnaða skemmti- dagskrá. Fjörinu lauk þó ekki fyrr en undir morgun þegar stórsveitin SSSóI sló síðasta taktinn á balli um nóttina.