Ingi Sigurðsson (Merkisteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2012 kl. 12:42 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2012 kl. 12:42 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ingi Sigurðsson


Ingi

Ingi Sigurðsson, Merkisteini, fæddist 9. júní 1900 að Káragerði í Landeyjum og lést 30. janúar 1998 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurður Ísleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Foreldrar hans fluttu til Vestmannaeyja vorið 1903, og bjuggu þar alla tíð síðan. Systur Inga voru: Ása Kristín, f. 1898, d. 1980, saumakona og handavinnukennari. Áslaug Martha, f. 1905, d. 1976, hjúkrunarkona. Sigríður Rósa, f. 1907, d. 1992, vann við fóstrustörf. Jóna, f. 1909, lést tveggja ára.

Ingi kvæntist 2. okótber 1932 Agnesi Berger. Dætur þeirra voru Inger og Dagný. Þær giftust og fluttu úr landi. Hvor til sinnar heimsálfu, önnur til Bandaríkjanna og hin til Noregs.

Ingi reri á trillubátum í nokkur ár, m.a. með Binna í Gröf. Lærði trésmíði og húsasmíði og varð húsasmíðameistari. Vann í mörg ár í Hraðfrystistöðinni við viðgerðir. Samtímis byggði hann nokkur hús. Fór m.a. til Færeyja ásamt öðrum Vestmannaeyingi til að byggja kirkju og safnaðarheimili. Þegar O.J. Olsen stofnaði Aðventistasöfnuðinn í Vestmannaeyjum árið 1922 var hann einn af stofnendum safnaðarins ásamt systrum sínum, Kristínu og Áslaugu Mörthu, og 29 öðrum íbúum kaupstaðarins. Var hann í stjórn safnaðarins í mörg ár og sinnti formannsstörfum í nokkur ár, en Agnes kona hans sinnti gjaldkerastörfum um 20 ára skeið eftir að hún fluttist til Eyja. Ingi var sá síðasti af stofnendum safnaðarins sem kvaddi jarðlífið.

Þegar gosið kom fór Merkisteinn undir hraun og ákváðu Ingi og Agnes að setjast að í Reykjavík. Þau komust að í þjónustuíbúð fyrir aldraða við Dalbraut, fyrir tilstilli prests, sem sinnir öldrunarmálum fyrir Reykjavíkurborg. Þar undu þau hag sínum vel.

Myndir


Heimildir

  • gardur.is
  • Minningargreinar í Morgunblaðinu, 6. febrúar 1998.