Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir
Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Eyjum og í Vatnsdal í Fljótshlíð fæddist 12. mars 1900 og lést 30. ágúst 1946.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson
bóndi á Hrauk í Landeyjum, verkamaður, smiður, síðar í Reykjavík, f. 20. júlí 1864, d. 5. júlí 1940, og Þórdís Sigurðardóttir ógift húsfreyja þar, síðar vinnukona í Baldurshaga, f. 1863, d. 25. desember 1909.
Fósturforeldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja í Baldurshaga, f. 28. október 1884, d. 21. júlí 1963, og maður hennar Ágúst Árnason kennari, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1947.
Þuríður var eins árs með húsfreyjunni móður sinni á Hrauki í V-Landeyjum 1901.
Hún fluttist til Eyja frá Strönd í Landeyjum með móður sinni 1908, og móðir hennar var vinnukona í Baldurshaga við andlát sitt í desember 1909.
Þuríður var alin upp í Baldurshaga.
Þau Guðjón giftu sig 1920, eignuðust Ágúst í Baldurshaga í mars, en misstu hann í desember.
Þau bjuggu í Mandal 1921 við fæðingu Guðlaugar, á Sólheimum við fæðingu Ágústs Þór 1923, síðan á Strandbergi og þar fæddust þeim þrjú börn.
Þau fluttust að Vatnsdal í Fljótshlíð 1927 og bjuggu þar síðan, eignuðust þar fjögur börn.
Þuríður Guðrún lést 1946 og Guðjón 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 19690, Frá Fljótsdal í Fljótshlíð.
- Íslendingabók.s.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.