Árni Árnason (símritari)
Árni Árnason hóf störf sín sem símritari hjá Landssíma Íslands árið 1919 og hætti árið 1961 vegna veikinda. Árni lést 13. október 1962.
Hann skrifaði margar greinar um sögu Leikfélagsins í Vestmannaeyjum. Hann var í veiðifélagi Álseyjar. Vestmannaeyjabær keypti ritsafn hans og er það varðveitt á Skjalasafni Vestmannaeyja.