Sæmundur Guðbrandsson (Höfðahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2017 kl. 16:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2017 kl. 16:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sæmundur Guðbrandsson. '''Sæmundur Guðbrandsson''' frá Ölversholti í Holtahreppi, Rang., sjómaður í Höfðahúsi fædd...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sæmundur Guðbrandsson.

Sæmundur Guðbrandsson frá Ölversholti í Holtahreppi, Rang., sjómaður í Höfðahúsi fæddist 10. maí 1879 og lést 13. maí 1943.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Sæmundsson bóndi í Ölversholti og á Tjörvastöðum í Landsveit, f. 18. ágúst 1844 á Lækjarbotnum í Landsveit, d. 3. febrúar 1895 á Tjörvastöðum, og kona hans Margrét Hinriksdóttir húsfreyja í Ölversholti og á Tjörvastöðum, f. 1. september 1851 í Ölversholti, d. 3. janúar 1941 í Reykjavík.

Sæmundur var með foreldrum sínum í Ölversholti 1880, á Tjörvastöðum 1890.
Hann var vinnumaður hjá Þórði Thoroddsen lækni og Önnu Louise konu hans í Læknis-húsinu í Keflavík 1901, ókvæntur leigjandi á Njálsgötu 26 í Reykjavík 1910.
Sæmundur fluttist til Eyja frá Reykjavík 1912 og var vinnumaður á Skjaldbreið í lok ársins.
Þau Elsa bjuggu í Höfðahúsi við giftingu sína 1917 og enn 1923, í Hólmgarði við andlát Elsu 1927. Þau eignuðust fjögur börn, en þau dóu öll í frumbernsku.
Sæmundur var fluttur úr bænum 1930, kvæntist Guðrúnu Stefánsdóttur. Hann bjó að Selbúðum 3 í Reykjavík við andlát 1943.

Sæmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (13. maí 1917), var Elsa Dóróthea Tómasdóttir húsfreyja, f. 15. september 1877 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 8. október 1927 úr berklum.
Börn þeirra voru:
1. Guðbrandur Sæmundsson, f. 24. nóvember 1917 í Höfðahúsi, d. 18. september 1920.
2. Kristinn Sæmundsson, f. 26. júní 1919 í Höfðahúsi, d. 6. september 1920.
3. Tómas Sæmundsson, f. 26. júní 1919 í Höfðahúsi, d. 24. júní 1923.
4. Júlíus Sæmundsson, f. 24. júlí 1923 í Höfðahúsi, d. 8. nóvember 1923.

II. Síðari kona Sæmundar, (18. maí 1929), var Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1886 Tindstöðum á Kjalarnesi, d. 9. september 1960 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Stefán Þorkelsson bóndi á Skrauthólum á Kjalarnesi, síðar vinnumaður í Brautarholti þar, f. 1848, d. 16. júlí 1888, og barnsmóðir hans Stefanía Stefánsdóttir vinnukona, f. 1. apríl 1860, d. 30. nóvember 1915.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Lækjarbotnaætt. Sverrir Sæmundsson. Sögusteinn 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.