Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Sókningsferð í Elliðaey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. febrúar 2017 kl. 09:12 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. febrúar 2017 kl. 09:12 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><big><center>'''Sókningsferð í Elliðaey'''</center></big></big></big><br><br> Frá 1968 hefur Ólafur Jónsson, Óli í Laufási, að mestu leyti, séð um að sækja ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sókningsferð í Elliðaey



Frá 1968 hefur Ólafur Jónsson, Óli í Laufási, að mestu leyti, séð um að sækja lunda í úteyjar Vestmannaeyja á veiðitímanum, frá 1. júlí tíl 15. ágúst, ár hvert. Eyjarnar sem hann sækir í eru: Elliðaey, stundum Bjarnarey, Álsey og Suðurey. Gömlu sóknardagarnir voru á þriðjudögum og föstudögum. Óli reynir að halda því að sækja þá en auðvitað ræðst sóknin að mestu af veðri og veiði. Þessu fylgir að fara út með vistir, mannskap fram og til baka, o.fl.
Aukaferðir, með efni hvers konar vegna smíði nýrra veiðihúsa í eyjunum hafa verið farnar á undanförnum árum. Núna er nýjasta bylgjan að koma upp saunaklefum í eyjunum og hafa ýmsir snúningar í þær bæst við vegna þeirra. Núna eru slíkir klefar í Álsey og austureyjunum, Bjarnarey og Elliðaey. Óli hefur líka lent í því að sækja slasaðan mann í Suðurey og annan í Litlahöfða. Einnig hefur hann verið í ýmsu snatti fyrir kindakarlana vor og haust og