Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Sjómannadagurinn 1982

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 11:04 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 11:04 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagurinn 1982


Laugardagurinn 5. júní. Hátíðarhöldin hófust kl. 14 í Friðarhöfn með kappróðri milli Verðanda og Jötuns. Þar sigraði Jötunn (tími 2.03,0), stýrimaður var Stefán Geir Gunnarsson. Þar næst kepptu konur frystihúsanna, Fiskiðjukonur urðu hlutskarpastar (tími 2.27,2), stýrimaður var Þór Engilbertsson. Næst var keppt um félagsbikar kvenna. Þar sigraði sveit Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja (tími 2.31,5), stýrimaður var Ester Oskarsdóttir. Karlar frystihúsanna kepptu og Ísfélagið bar sigur úr býtum (tími 2.11,0), stýrimaður Guðlaugur Ágústsson. Þá mættu til leiks Sjófuglar og piparsveinar táninga. Piparsveinar táninga sigruðu (tími 2.03,4), stýrimaður Hlöðver Guðnason. Síðasti riðill var milli gamlingja og JCV. Gamlingjar sigruðu á besta tíma dagsins (1.59,8). Mjög fjölmennt var nú orðið við höfnina og góð stemmning hjá bæjarbúum. Stakkasund. Það var skemmtilegt að stakkasund skyldi vera aftur á dagskrá dags-ins eftir nokkurra ára hvíld. Þar voru fimm keppendur. Keppnin var hörð og drengileg, sigurvegari varð Sveinbjörn Guðmundsson, Bröttugötu 24 (tími 24,4 sek.). Koddaslagur karla. 10 þátttakendur, harðfrískir strákar, enda mikið lamstur, pústrar og gusugangur er keppendur höfnuðu í sjónum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Koddi dagsins varð Bárður Óli Kristjánsson Hrauntúni 31. Að sjálfsögðu jafnrétti. 10 stúlkur kepptu síðan í koddaslag. Það var engin smábardagi, enda skemmtu áhorfendur sér mjög vel oe