Kristín María Sigurðardóttir (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2016 kl. 12:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2016 kl. 12:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristín María Sigurðardóttir (Vatnsdal)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Kristín María Sigurðardóttir húsfreyja í Vatnsdal fæddist 18. ágúst 1915 í Sumarliðabæ í Holtum og lést 18. ágúst 1943.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson bóndi, f. 4. apríl 1866 í Neðri-Sumarliðabæ, d. 9. febrúar 1916 þar, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1879 í Gíslholti þar, d. 15. desember 1948.
Fósturforeldrar hennar voru Gunnar Oddsson bóndi í Hvammi í Holtum, f. 22. febrúar 1858 í Hvammi, d. 29. október 1934 og kona hans Guðfinna Bárðardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1862 í Efra-Seli í Landsveit, d. 16. nóvember 1941.

Kristín missti föður sinn, er hún var á fyrsta ári. Hún var fóstruð í Hvammi í Holtum, var þar 1930.
Þau Konráð giftu sig 1936, bjuggu á Hámundarstöðum í Eyjafirði 1937, á Sauðárkróki 1938.
Þau fluttust til Eyja og bjuggu í Vatnsdal 1940 og 1941.
Þau voru í Vatnsdal 1940 með tvö börn sín, eignuðust tvö börn í dvöl sinni þar, 1940 og 1941.
Þau fluttust til Hafnarfjarðar.
Kristín María lést 1943.

Maður Kristínar Maríu, (1936), var Konráð Þorsteinsson verkamaður, sjómaður, pípulagningameistari, skólastjóri, f. 26. mars 1914, síðast í Reykjavík, d. 8. október 1973.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Erik, f. 13. nóvember 1937 á Litlu-Hámundarstöðum, Árskógsströnd, Eyjaf.
2. Lóa Karen, f. 23. desember 1938 á Sauðárkróki.
3. Leví William Konráðsson, f. 24. júlí 1940 á Landagötu 30, (Vatnsdal).
4. Þorsteinn Valgeir Konráðsson, f. 22. október 1941 á Landagötu 30.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.