Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Aldarminning sjómanns

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. apríl 2016 kl. 15:47 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. apríl 2016 kl. 15:47 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Aldarminning sjómanns'''</big></big></center><br> Jón Jónsson frá Sauðhúsvelli var fæddur 11. marz 1867 að Miðskála undir Eyjafjöllu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Aldarminning sjómanns


Jón Jónsson frá Sauðhúsvelli var fæddur 11. marz 1867 að Miðskála undir Eyjafjöllum. Hann var sonur Jóns Sigurðssonar hreppstjóra í Syðstu-Mörk og Kristínar Jónsdóttur frá Miðskála. Jón faðir hans kom honum í fóstur vikugömlum til Guðmundar Guðmundssonar bónda á Sauðhúsvelli og konu hans Sólrúnar Ketilsdóttur, og ólst hann þar upp við guðsótta og góða siði. Jón var bráðþroska maður. Var hann með stærstu mönnum og vel á sig kominn á allan hátt. Sagt var, að hann væri sterkasti maður í hreppnum og úrtöku sláttumaður. Alla ævi var Jón mállaus.
Guðjón í Ormskoti (síðar á Heiði hér) lét svo um mælt um Jón, að aldrei hefði hann séð betri handtök en til Jóns í Steinshólsá eitt haust, er þeir Fjallamenn fóru með fjárrekstur í vonzku veðri yfir ána. Sagði Guðjón, að hann hefði aldrei verið eins illa útleikinn um ævina og hafi þó séð sitt af hverju á sjó og landi. Vertíðirnar 1893 og 1894 reri Jón á áttæringnum Frið, sem Gísli Eyjólfsson í Kirkjubæ, síðar á Búastöðum, var formaður með. Var Jón þar afhaldinn af sínum formanni og skipsfélögum fyrir glaðlyndi, dugnað og áhuga. Jón var móðurbróðir Bergsteins á Múla hér í bæ og föðurbróðir Jóns Sigurðssonar, Vestmannabraut 73. Jón andaðist í Hafnarfirði í júní 1949.
J.S.