Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2016 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2016 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir''' fæddist 25. október 1896 og mun hafa látist í Danmörku 1980.<br> Foreldrar hennar voru Oddur Árnason...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir fæddist 25. október 1896 og mun hafa látist í Danmörku 1980.
Foreldrar hennar voru Oddur Árnason útgerðarmaður frá Oddsstöðum, f. 30. júní 1865, d. 3. maí 1896, og kona hans Þuríður Hannesdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.

Systir Oddrósar var
1. Jóhanna Þuríður Oddsdóttir, f. 21. júlí 1895, d. 2. maí 1972.
Hálfbróðir Oddrósar, samfeðra, var
2. Árni Oddsson á Burstafelli, f. 6. maí 1888, d. 16. júní 1938.

Faðir Oddrósar lést áður en hún fæddist. Hún var fóstruð hjá Guðmundi Þórarinssyni og Guðrúnu Erlendsdóttur á Vesturhúsum.
Oddrós fór til móður sinnar austur á Gunnólfsvík á Langanesi 1913, var vinnukona í Holti 1914. Hún fluttist til Reykjavíkur 1916, var vinnukona hjá Hugborgu móðursystur sinni á Óðinsgötu 3 í Reykjavík 1920.
Hún eignaðist Jóhannes með Felix Guðmundssyni 1922.
Oddrós fluttist til Danmerkur.
Hún lést 1980.

Barnsfaðir Oddrósar var Felix Guðmundsson verkstjóri, síðar framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 3. júlí 1884, d. 1. ágúst 1950.
Barn þeirra var
1. Jóhannes Felixson, f. 25. febrúar 1922. Hann bjó í Köge í Danmörku.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.