Elín Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)
Elín Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, vinnukona, fæddist 23. nóvember 1854, d. 22. ágúst 1926.
Foreldrar hennar voru Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja og þriðji eiginmaður hennar Jón Jónsson bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1816, d. 26. febrúar 1869.
Elín var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1860 og enn 1868. Faðir hennar lést 1869 og í lok þess árs var hún niðursetningur í Draumbæ, niðursetningur í Landlyst 1870, léttakind þar 1871, vinnukona þar 1872-1875.
Hún fluttist frá Landlyst að Vatnsdal í Fljótshlíð 1876, en kom að Vilborgarstöðum 1880, var þar vinnukona til 1883, er hún fluttist til Reykjavíkur.
Hún var vinnukona á Vatnsnesi í Njarðvíkursókn 1890.
1901 var hún vinnukona hjá Ragnheiði og Hannesi Hafstein á Ísafirði.
Hún fluttist aftur til Eyja, en 1910 var hún gestkomandi hjá Jóni Árnasyni og Júlíönu Margréti Bjarnasen í Reykjavík. Hún var hjá Kristni frænda sínum á Löndum í Eyjum 1920. Hún lést 1926.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.