Sólrún Guðmundsdóttir (París)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 11:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 11:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sólrún Guðmundsdóttir frá París fæddist 11. október 1867 og lést að líkindum í Vesturheimi.

Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður í París, f. 22. janúar 1842, d. 24. ágúst 1919, og Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 1. október 1841, d. 22. apríl 1935.

Sólrún fór til Vesturheims frá Juliushaab 1888.
Hún giftist í Vesturheimi Jóhanni Pétri Jónssyni í Tabor í Kanada, f. 6. október 1866, syni Jóns Péturssonar og Vilborgar Þórðardóttur í Elínarhúsi. Hann hafði farið vestur 1874.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.