Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Sigursæl róðrarsveit

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. desember 2015 kl. 14:15 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2015 kl. 14:15 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>SIGURSÆL RÓÐRARSVEIT</center></big></big><br> Á mynd þessari sést kjarni róðrarsveitar Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, en sveit þessi hefur unnið ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
SIGURSÆL RÓÐRARSVEIT


Á mynd þessari sést kjarni róðrarsveitar Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, en sveit þessi hefur unnið kappróður á sjómannadeginum í Vestmannaeyjum undanfarin ár og sýnt mjög góðan róður.
Hefur róðrarsveit Hraðfrystistöðvarinnar róið á hverju ári frá 1957 til 1966, þegar róið hefur verið, en róður mun hafa fallið niður í tvö skipti, árin 1960 og 1965. Hefur sveitin alltaf unnið róðurinn, nema árið 1959, en þá vann sveit Ísfélags Vestmannaeyja.
Á myndinni eru frá vinstri: Arnfinnur Friðriksson, Pálmi Árnason, Örn Einarsson, Jón Guðleifur Ólafsson, stýrimaður sveitarinnar, Jón Kristinsson, Niklas Nielsen og Svavar Stefánsson. Af öðrum góðum og traustum ræðurum, sem hafa róið með sveitinni, skal nefna Ólaf Jónsson frá Brautarholti, sem var stýrimaður sveitarinnar þrjú fyrstu árin, Trausta Jakobsson, Jón Bryngeirsson Búastöðum, Stefán Stefánsson og Svavar Steingrímsson.
Enginn hefur samt sýnt róðrinum á sjómannadag meiri áhuga en Niklas Nielsen, sem er eini maður sveitarinnar, sem hefur verið með í hvert einasta skipti sem sveitin hefur róið. Niklas hefur alla tíð verið mikill unnandi þessarar hollu og skemmtilegu íþróttar, enda alinn upp við róður frá blautu barnsbeini. Hann er Færeyingur að ætt og er kvæntur konu héðan úr Eyjum. Hefur hann verið búsettur hér í um 30 ár. Á Niklas skildar þakkir fyrirtækis síns, sem hann hefur keppt svo vel og dyggilega fyrir, svo og Sjómannadagsráðs fyrir einstæðan áhuga sinn á þessari skemmtilegu og ómissandi keppnisgrein sjómannadagsins.