Sigurjón Þorvaldur Árnason
Sigurjón Þorvaldur Árnason var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki, sonur Árna prófasts að Görðum á Álftanesi og konu hans Líneyjar Sigurjónsdóttur óðalsbónda Jóhannessonar á Laxamýri. Stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík 1917. Cand. theol. frá Háskóla Íslands 1921. Var við framhaldsnám í trúarheimspeki í Kaupmannahöfn veturinn 1921 til 1922. Fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli 1924 og Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1944. Séra Sigurjón var lengi formaður barnaverndarnefndar Vestmannaeyja og starfaði mikið að málefnum K.F.U.M. og K. í Vestmannaeyjum. Kona hans var Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins, prests að Staðarbakka, og áttu þau sjö börn.
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.