Oddur Jónsson (Dölum)
Oddur Jónsson bóndi í Dölum fæddist í ágúst 1791 og lést 10. október 1836.
Foreldrar hans voru Jón Bergþórsson bóndi á Búastöðum og í Svaðkoti, f. 1757, og Signý Snorradóttir vinnukona á Vilborgarstöðum, f. 1768, d. 3. mars 1802.
Oddur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (13. júlí 1823), var Una Grímsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 17. apríl 1792, d. 13. september 1824.
Þau voru barnlaus.
II. Síðari kona Odds, (10. júlí 1825), var Ragnheiður Valtýsdóttir frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, húsfreyja, þá húskona í Kornhól, síðar húsfreyja í Dölum, f. 1799, d. 3. janúar 1888.
Oddur var húsmaður í Gerði með Unu 1823.
Hann var 32 ára húsmaður í Kornhól 1824 og enn 1826, þá með Ragnheiði, tómthúsmaður 1827 og 1828 í Haustmannahúsi, tómthúsmaður í Dölum 1829, húsmaður þar 1830, bóndi þar 1831 og enn 1835. Ragnheiður var ekkja þar 1836.
Börn þeirra hér:
1. Filippus Oddsson, f. 7. maí 1826 í Kornhól, d. 12. mars 1826 úr ginklofa.
2. Jón Oddsson, f. 11. ágúst 1827 í Haustmannahúsi, 23. ágúst úr ginklofa.
3. Una Oddsdóttir, f. 2. janúar 1830 í Dölum, d. 7. janúar 1830 úr ginklofa.
4. Andvana stúlka, f. 29. október 1831 í Dölum, „af móðurinnar lasleika“.
5. Sveinn Oddsson, f. 13. desember 1832 í Dölum, d. 19. desember 1832 úr ginklofa.
6. Signý Oddsdóttir, f. 24. apríl 1834 í Dölum, d. 29. apríl 1834 úr ginklofa.
7. Magnús Oddsson, f. 14. apríl 1836 í Dölum, d. 24. apríl 1836 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.