Magnús Kristinn Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júlí 2014 kl. 20:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júlí 2014 kl. 20:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnús Kristinn Magnússon“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Kristinn Magnússon verkamaður frá Hólshúsi fæddist 19. október 1906 og lést 10. október 1985.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon sjómaður í Hólshúsi, f. 1. júlí 1878, drukknaði 17. október 1906, og Kristín Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957.

Magnús var með móður sinni í Hólshúsi 1910, tökubarn og síðan vinnumaður á Litlu-Hólum í Mýrdal 1913-1927, á Ketilsstöðum þar 1927-1928, fór þá til Eyja, bjó hjá móður sinni í Mjölni 1930, fór síðar til Reykjavíkur. Hann var búsettur í Blönduhlíð 25 við andlát 1985.

I. Kona Magnúsar Kristins 1983 var Guðrún Lovísa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1915, d. 4. janúar 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Reykjavíkur 1983.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.