Guðríður Þorleifsdóttir (Oddsstöðum)
Guðríður Þorleifsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 6. mars 1816 í Hólmum í A-Landeyjum og lést 1. október 1850.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Árnason bóndi í Hólmum, f. 2. ágúst 1789 í Hólmum, drukknaði 4. júní 1833 í Eyjaferð, og kona hans Kristín Hreinsdóttir húsfreyja, f. 1781 í Stóru-Hildisey, d. 2. apríl 1852 í Hólmum.
Systir Guðríðar var Ólöf Þorleifsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Grímshjalli f. 26. júní 1809, d. 19. desember 1859.
Guðríður fluttist til Eyja 1841, vinnukona í Stakkagerði á því ári og næsta.
Þau Jón voru gift húsfólk á Oddsstöðum hjá Bóel Jensdóttur 1843. Þau voru þar síðan fullbúandi.
Þau eignuðust Bóel 1845. Hún dó 1851. Þorleif eignuðust þau 1846, en misstu hann úr ginklofa 6 daga gamlan. Jón eignuðust þau 1848 og misstu hann mánaðar gamlan. Jens fæddist 1849, en hann lést þriggja vikna.
Guðríður drukknaði við Landeyjasand 1850 ásamt sex öðrum. Eitt barna hennar lifði hana, en dó 1851.
Maður Guðríðar, (20. október 1843), var Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817, d. 22. apríl 1887.
Börn þeirra voru:
1. Bóel Jónsdóttir, f. 5. apríl 1845, d. 3. ágúst 1851 „af Barnaveikleika“.
2. Þorleifur, f. 9. desember 1846, d. 14. desember 1846, 6 daga. úr ginklofa.
3. Jón Jónsson, f. 31. janúar 1848, d. 1. mars 1848 úr „Barnaveikindum“.
4. Jens Jónsson, f. 14. júlí 1849, d. 4. ágúst 1849 „af Barnaveikin“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.