Guðbjörg Jónsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2015 kl. 13:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2015 kl. 13:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðbjörg Jónsdóttir (Norðurgarði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Jónsdóttir bústýra í Norðurgarði fæddist um 1857 í Brautarholtssókn á Kjalarnesi.

Guðbjörg var vinnukona í Kollabæ í Fljótshlíð 1880.
Hún fluttist að Norðurgarði frá Kollabæ 1885 og var bústýra hjá Magnúsi Gíslasyni bónda.
Þau eignuðust Ólaf Kristinn 1887 og fóru frá Norðurgarði til Vesturheims 1892.

I. Sambýlismaður Guðbjargar var Magnús Gíslason bóndi í Norðurgarði, f. 8. janúar 1842, d. 11. júlí 1929.
Barn þeirra var
1. Ólafur Kristinn Magnússon, f. 15. mars 1887, d. 18. maí 1904. Hann fór til Vesturheims frá Norðurgarði 1892.


Heimildir