Eyjólfur Eyjólfsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2015 kl. 16:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2015 kl. 16:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Eyjólfur Eyjólfsson (Vesturhúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Eyjólfsson sjómaður frá Vesturhúsum fæddist 29. júní 1896 og lést 9. maí 1933.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Jónsson bóndi á Vesturhúsum, f. 18. ágúst 1862, d. 16. júlí 1906, og kona hans var Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku, var með móður sinni 1906 og enn 1917.
Hann var sjómaður í Hafnarfirði 1920 með Sigríði Einarsdóttur konu sinni og börnin Valgerði og Rósu, sjómaður þar 1930.

Kona Eyjólfs var Sigríður Einarsdóttir frá Bjarnastöðum í Bessastaðahreppi, húsfreyja, f. 10. ágúst 1895, d. 11. september 1988.
Börn þeirra hér:
1. Valgerður Magnúsína Eyjólfsdóttir, síðast í Reykjavík, sjúkraliði á Landakotsspítala, f. 6. október 1917 í Eyjum, d. 9. mars 2000.
2. Rósa Karítas Eyjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. júní 1919, d. 28. október 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.