Magnús Sveinsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 16:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 16:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Sveinsson skipstjóri fæddist 27. júlí 1805 á Vífilsmýri í Önundarfirði og drukknaði 28. september 1835 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sveinn Oddsson frá Tungu í Önundarfirði, vinnumaður á Vífilsmýri í Önundarfirði, f. 1779, d. í mannskaðanum á Önundarfirði 6. maí 1812, og Kristín Magnúsdóttir frá Görðum í Önundarfirði, húsfreyja á Vífilsmýri 1816, f. 1777 í Ytri-Hjarðardal, d. 9. júní 1834.

Magnús var með móður sinni og Indriða Jónssyni stjúpföður sínum 1816.
Hann fluttist frá Kaupmannahöfn að Godthaab 1834, stýrimaður, 29 ára. Þar voru einnig Hans Christian Rasmussen og Börre Sivertsen.
Þeir drukknuðu allir 28. september 1835.

I. Barnsmóðir hans var Guðný Jónsdóttir vinnukona á Brekku á Ingjaldssandi, f. 15. ágúst 1799 á Brekku, d. 14. nóvember 1833.
Barn þeirra:
1. Margrét Magnúsdóttir húsfreyja víða í Önundarfirði, f. 17. september 1825 í Fremri-Breiðadal í Önundarfirði, d. 30. nóvember 1918. Maður hennar Guðmundur Magnússon.


Heimildir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.