Einar Jónsson eldri (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2021 kl. 16:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2021 kl. 16:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson eldri sjávarbóndi í Dölum fæddist 1806 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést 26. nóvember 1852.
Faðir hans var Jón bóndi í Skammadal í Mýrdal og Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 1753, d. 18. júlí 1810, Hallsson.
Móðir hans var Ástríður frá Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Berjanesi þar 1801, f. 1760, d. 10. júní 1840, Þorgeirsdóttir.
Móðir Ástríðar var María vinnukona, f. 1742 u. Eyjafjöllum, d. 9. júlí 1807, Oddsdóttir bónda á Fitjarmýri og Tjörnum u. Eyjafjöllum, síðan í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 1701, á lífi 1764, Eyjólfssonar, og konu Odds, Elínar húsfreyju, f. 1702, á lífi 1766, Þorbjörnsdóttur.

Einar var 10 ára niðursetningur í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1816.
Hann var kvæntur bóndi í Dölum 1836 með Margréti.
Margrét lést 1848 og Einar kvæntist Dýrfinnu 1850.
Hann lést síðla árs 1852.
I. Fyrri kona Einars, (30. október 1835), var Margrét Guðmundsdóttir eldri í Dölum, d. 14. nóvember 1848.
Þau Einar voru barnlaus.

II. Síðari kona Einars, (22. október 1850), var Dýrfinna Guðnadóttir húsfreyja í Dölum, f. 2. september 1823, d. 31. maí 1866.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Einarsdóttir, f. 29. desember 1850, d. 15. janúar 1851 „af innvortis veikleika“.
2. Brynjólfur Einarsson sjómaður, f. 16. maí 1852, fórst með Gauki 13. mars 1874.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.