Katrín Guðjónsdóttir (Draumbæ)
Katrín Guðjónsdóttir frá Draumbæ fæddist 15. ágúst 1887 þar og lést 1. nóvember 1907.
Foreldrar hennar voru Guðjón Ingimundarson frá Draumbæ, f. 30. júní 1867, d. 10. desember 1948 Vestanhafs, og barnsmóðir hans Guðrún Sigurðardóttir frá Brekkuhúsi, þá vinnukona í Draumbæ, f. 23. janúar 1866, d. 6. apríl 1937.
Katrín var í heimili hjá föðurforeldrum sínum og með móður sinni 1890 og tökubarn þar 1895.
Hún var til heimilis hjá Guðrúnu Bergsteinsdóttur og Árna Sigurðssyni í Dal 1901 og fór þaðan til Vesturheims 1902, 15 ára. Þá fór Sigurður föðurbróðir hennar vestur og er líklegt, að hún hafi verið í skjóli hans.
Katrín lést 1907.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.