Guðrún Sveinsdóttir (Sveinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2015 kl. 15:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2015 kl. 15:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Sveinsdóttir (Sveinsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja í Steinum u. Eyjafjöllum, síðar í dvöl hjá Sveini syni sínum á Sveinsstöðum fæddist 9. júní 1837 í Skógasókn u. Eyjafjöllum og lést 13. október 1896 í Eyjum.
Faðir hennar var Sveinn bóndi í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, f. 6. júní 1801, d. 13. apríl 1852, Ísleifsson bónda í Skógum, f. 1744, Jónssonar bónda og lögréttumanns í Selkoti og síðar á Lambafelli þar, f. 1703, Ísleifssonar og konu Ísleifs í Skógum Oddnýjar húsfreyju Tómasdóttur.
Kona Jóns Ísleifssonar lögréttumanns og móðir Ísleifs í Skógum var Vigdís húsfreyja, f. 1705, Magnúsdóttir lögréttumanns á Raufarfelli Brandssonar.
Þriðja kona Ísleifs Jónssonar í Skógum og móðir Sveins í Ytri-Skógum var Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1771.

Móðir Guðrúnar á Sveinsstöðum og fyrri kona Sveins í Ytri-Skógum var Sigríður húsfreyja, f. 28. september 1802, d. 11. mars 1840, Nikulásdóttir bónda í Laugarnesi við Reykjavík, f. 1772, d. 25. október 1832, Sigurðssonar bónda á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 1721, Magnússonar og barnsmóður Nikulásar Elínar Þórðardóttur húskonu í Reykjavík, f. 20. júní 1772, d. 9. júní 1836.
Móðir Nikulásar bónda og síðari kona Sigurðar á Vatnsskarðshólum var Hallfríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 1732, d. 3. maí 1820.

Guðrún missti móður sína í bernsku og var með föður sínum í Ytri-Skógum 1840, með honum og stjúpmóður sinni Steinunni Erlendsdóttur húsfreyju þar 1845 og 1850.
Faðir Guðrúnar lést 1852 og 1855 var hún vinnukona hjá stjúpmóður sinni í Ytri-Skógum, vinnukona í Steinum 1860.
Hún var húsfreyja á Leirum 1870 og enn 1890.
Jón maður hennar lést 1894 og Guðrún fluttist til Sveins sonar síns á Sveinsstöðum 1895. Með henni kom Ísleifur sonur hennar, 13 ára, en hann fór til Helga bróður síns í Steinum.
Guðrún lést á Sveinsstöðum 1896.

Maður Guðrúnar var Jón Helgason bóndi í Steinum, f. 13. júlí 1836, d. 24. febrúar 1894.
Börn þeirra, sem bjuggu í Eyjum:
1. Helgi Jónsson trésmiður og útgerðarmaðir í Steinum, f. 1. júní 1858, d. 5. nóvember 1932.
2. Sveinn Jónsson snikkari, smiður og byggingameistari á Sveinsstöðum, f. 19. apríl 1862, d. 13. maí 1947.
3. Ísleifur Jónsson sjómaður, útgerðarmaður í Nýjahúsi, f. 7. september 1881, d. 20. desember 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.