Rannveig Jónsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 17:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 17:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Rannveig Jónsdóttir (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rannveig Jónsdóttir vinnukona fæddist 16. maí 1810 á Minna-Mosfelli í Grímsnesi og lést 2. september 1892 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason bóndi, f. 1778 á Laugardalshólum í Grímsnesi, d. 29. mars 1863, og „Katrín vinnukona hans“.

Rannveig var á Minna-Mosfelli 1816 með föður sínum og konu hans Steinunni Vigfúsdóttur, og var Rannveig skráð barn þeirra.
Hún var líklega 36 ára vinnukona í Reykjavík 1845, skráð fædd í Árnessýslu, 40 ára vinnukona á Krossi í A-Landeyjum 1850, skráð fædd í Mosfellssókn í Árn., 46 ára vinnukona í Fagurhól í A-Landeyjum 1855, fædd í Mosfellssókn í Árn.
Rannveig fluttist úr Krosssókn að Miðhúsum 1857, var vinnukona þar til 1858, vinnukona í Dölum 1859-1860, í Draumbæ 1861, á Ofanleiti 1862-1872, fór að Stórólfshvoli 1873, kom niðursetningur frá Reykjavík 1878 að Gvendarhúsi, niðursetningur í Landlyst 1879-1885, á Vesturhúsum 1890.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.
Rannveig lést 1892, niðursetningur á Gjábakka.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.