Sigríður Gunnsteinsdóttir (Hólshúsi)
Sigríður Gunnsteinsdóttir frá Hólshúsi fæddist 14. febrúar 1889 og lést 25. júní 1909.
Foreldrar hennar voru Gunnsteinn Jónsson sjómaður í Hólshúsi f. 10. október 1859, d. 8. október 1892, og kona hans
Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1861, d. 5. júní 1949.
Sigríður var með foreldrum sínum í Hólshúsi meðan beggja naut við.
Hún var í Hólshúsi hjá Gróu Þórðardóttur og Ingvari Árnasyni 1901, vinnukona þar 1906 og 1908.
Hún lést 1909, tvítug.
Sigríður var ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.