Notandaspjall:Viglundur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. mars 2015 kl. 11:25 eftir Hugsudur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. mars 2015 kl. 11:25 eftir Hugsudur (spjall | framlög) (PS)
Fara í flakk Fara í leit

Glúmur.
Bestu þakkir fyrir ábendinguna. Villan hefur verið fjarlægð.
Hvernig ert þú kominn af Unni?
Kv.
V.

Varðandi Pálínu Einarsdóttur í Götu

Sæll Víglundur Ég heiti Magnús Óskar Ingvarsson og er fyrrverandi kennari. Ástæða þess að ég skrifa þér þessar línur er sú að ég er sonarsonur Pálínu Einarsdóttur í Götu, sem var sambýliskona Ingimundar (Kohl) sem skráður var Árnason. Ýmislegt smávegis um hana langar mig að færa til betri vegar og bæta örlitlu við en ég get það ekki þar sem greinin er vernduð. Mér sýnist að þú sért sá sem verndaði greinina. Mig langar að fara fram á að greinin verði "afvernduð" svo að ég geti gert á henni þessar breytingar, svo má mín vegna vernda hana aftur.

Annar möguleiki er sá að veita mér stjórnandaréttindi hér á Heimaslóð. Ég hef verið stjórnandi á Wikipediu í 10 ár, svo að ég hef allnokkra reynslu í svona málum. Ég hygg að Smári P. McCarthy muni eftir mér undir notandaheitinu moi síðan hann var einn af öflugustu mönnum þar. Ef það þykir of í lagt þá skil ég vel þá afstöðu.

Með kveðju, Magnús Ó. Ingvarsson

PS: Auk þess að vera amma mín þá var Pálína langamma konunnar minnar, en hún er dótturdóttir Pálma í Götu sem var sonur Pálínu og Ingimundar.

Kv. M