Jakob Magnússon (Dölum)
Jakob Magnússon frá Kvíhólma u. Eyjafjöllum, vinnumaður í Dölum, fæddist 15. nóvember 1839 og hrapaði úr Stórhöfða 1. ágúst 1855.
Foreldrar hans voru Magnús Sigmundsson vinnumaður, síðar á Oddsstöðum f. 1810, drukknaði 18. nóvember 1842 og barnsmóðir hans Helga Jónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Kvíhólma og í Ystabæliskoti, f. 1815, d. 21. september 1887.
Jakob var með móður sinni á Kvíhólma 1840 og 1845, niðursetningur í Ystabæli 1850.
Hann kom til Eyja frá Leirum u. Fjöllunum 1855, ráðinn vinnupiltur að Dölum.
Hann hrapaði til bana úr Stórhöfða 1. ágúst 1855.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.