Ólafur Hannesson (Kokkhúsi)
Ólafur Hannesson vinnumaður í Kokkhúsi fæddist 23. mars 1826 í Gunnarsholtshjáleigu á Rangárvöllum og lést 22. maí 1855 í Kokkhúsi.
Foreldrar hans voru Hannes Bjarnason bóndi í Gunnarsholtshjáleigu, f. 31. mars 1790, d. 31. ágúst 1877, og fyrri kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1792, d. 28. október 1837.
Ólafur fluttist til Eyja 1845, var vinnumaður í Kokkhúsi 1845-dd. 1855. Hann lést úr innvortis meinsemdum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.