Jón Ásgeirsson (hreppstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ásgeirsson bóndi, sjómaður og hreppstjóri á Ofanleiti fæddist 1744 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Hann var búandi á Ofanleiti 1801, sennilega hjáleigu, sem síðar fékk nafnið Draumbær, var þar með konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur, í Vesturbæ þar 1812-1816, kallað Ofanleiti 2. býli 1816.

Kona Jóns var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1751.
Barneignir eru ókunnar.
(Dánar- og giftingaskrár fyrst haldnar 1785, fæðingaskrár 1786).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.