Ástríður Hjaltadóttir (Kokkhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. desember 2014 kl. 20:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. desember 2014 kl. 20:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Hjaltadóttir húsfreyja í Kokkhúsi fæddist 9. desember 1834 á Kvíabóli í Mýrdal og lést 25. júní 1874.
Faðir hennar var Hjalti bóndi víða, en lengst á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 12. september 1809, d. 15. september 1891, Jónsson bónda í Skammadal þar, f. 1771, d. 10. mars 1839, Hjaltasonar bónda á Rauðhálsi, Jónssonar og konu hans Sigríðar húsfreyju, f. 1739, d. 6. nóvember 1816, Jónsdóttur.
Móðir Hjalta yngri á Rauðhálsi og kona Jóns í Skammadal var Guðrún húsfreyja, f. 1768, d. 11. apríl 1858 í Presthúsum í Eyjum, Stefánsdóttir, líklega Eyjólfssonar.
Guðrún Stefánsdóttir var móðir Jóns Jónssonar bónda í Presthúsum 1845.

Móðir Ástríðar og kona Hjalta á Rauðhálsi var Þorgerður húsfreyja, f. 1798, d. 27. maí 1866, Jónsdóttir bónda í Pétursey, f. 1764, d. 13. janúar 1834, Péturssonar bónda á Reyni í Mýrdal, f. 1725, á lífi 1792, Ólafssonar, og ókunnrar konu hans, f. 1726.
Móðir Þorgerðar Jónsdóttur og kona Jóns í Pétursey var Ástríður húsfreyja, f. 1768, d. 14. maí 1832, Þorsteinsdóttir (líklega, V-Skaftf.) bónda í Norður-Hvammi, f. 1733, Jónssonar og konu hans Guðrúnar húsfreyju, f. 1732, Freysteinsdóttur.

Ástríður var eins árs hjá foreldrum sínum á Kvíabóli 1835, hjá þeim á Rauðhálsi 1840.
Hún var fósturbarn hjá Jóni Jónssyni, föðurbróður sínum í Presthúsum 1845. Þar var hún vinnukona 1850, 1855 og 1860.
Á manntali 1870 var hún húsfreyja í Kokkhúsi með Sæmundi sjávarbónda og barninu Guðmundi 9 ára. Hún lést 1874.

Maður Ástríðar var Sæmundur Guðmundsson formaður, síðar húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890. Ástríður var fyrri kona hans.

Börn Ástríðar og Sæmundar voru:
1. Guðmundur Sæmundsson, f. 19. júlí 1861, d. 6. júní 1873.
2. Sigurður Sæmundsson, f. 24. október 1863, d. 26. júlí 1864.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.