Eiríkur Eiríksson (Vilborgarstöðum)
Eiríkur Eiríksson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1783 í Mýrdal og lést 11. desember 1855.
Faðir er ókunnur.
Móðir Eiríks var Guðlaug Guðmundsdóttir, síðar húsmóðir í Reynisholti í Mýrdal, d. 29. janúar 1796.
Eiríkur var vinnumaður í Mýral 1801, bjó á hluta Péturseyjar í Mýrdal 1809 og líklega til 1817, en þá fór hann til Eyja. Hann var bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum.
Eiríkur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1809), var Guðrún Runólfsdóttir, f. 1782, d. 19. ágúst 1843.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Eiríksdóttir húsfreyja í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, f. 1811.
2. Guðlaug Eiríksdóttir, f. 22. febrúar 1819, d. 27. febrúar 1819 úr ginklofa.
II. Síðari kona Eiríks, (24. október 1849), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1805 í Árnagerði í Fljótshlíð, d. 1. júlí 1864. Við giftingu var hún 44 ára, en hann 72 ára.
Börn þeirra hér:
3. Jón Eiríksson, f. 17. ágúst 1840, d. 17. ágúst 1840 úr ginklofa.
4. Eiríkur Eiríksson, f. 8. janúar 1845, d. 18. janúar 1845 úr ginklofa.
5. Guðrún Eiríksdóttir, f. 21. maí 1848. Hún fluttist til Utah 1886.
6. Runólfur Eiríksson, f. 4. júlí 1850, d. 27. júlí „af Barnaveikin“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.