Magnús Pálsson (Vilborgarstöðum)
Magnús Pálsson bóndi, útvegsbóndi og forsöngvari á Vilborgarstöðum fæddist 13. júlí 1816 á Uxahrygg á Rangárvöllum og lést 13. nóvember 1869 á ferð í Landeyjum.
Foreldrar hans voru Páll Pálsson frá Uxahrygg, bóndi víða, síðast á Fróðholtshóli á Rangárvöllum, f. 1790, skírður 7. október það ár, d. 30. október 1839 í Fróðholtshól, og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja frá Galtarholti á Rangárvöllum, f. 27. júlí 1791 á Sperðli í Landeyjum, d. 20. mars 1864 í Fróðholtshól.
Magnús var með foreldrum sínum 1816, var vinnumaður á Uxahrygg 1835.
Þau Oddný voru gift vinnuhjú á Kálfsstöðum í Landeyjum 1840.
Hjónin eignuðust Þórð 1841, og Magnús fæddist 1843, en dó á öðrum mánuði.
Magnús var kvæntur vinnumaður hjá sr. Ásmundi Jónssyni í Odda 1845.
Þá voru þau grashúsfólk í Galtarholti 1850 með soninn Þórð 9 ára hjá sér.
1851 fluttust þau að Vilborgarstöðum úr Oddasókn með barnið Jóhönnu tveggja ára, en Þórður kom ekki með þeim.
Þau voru bændur á Vilborgarstöðum 1852. 1853 hafði Sigurður fæðst. Oddný fæddist svo 1853. Þá voru þau sjávarbændur á Vilborgarstöðum 1855 með Jóhönnu, Sigurð og Oddnýju hjá sér.
1863 var Jóhanna farin, en komin heim 1867, svo til 1869, en þá varð Oddný búandi ekkja á Vilborgarstöðum.
Magnús lést 1869.
Hann var í Herfylkingunni.
Kona Magnúsar var Oddný Þórðardóttir húsfreyja, f. 1814, d. 1888 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Þórður Magnússon, f. um 1841. Hann var með foreldrum sínum 1850.
2. Magnús Magnússon, f. 9. júlí 1843 í Galtarholti, d. 29. ágúst 1843.
3. Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1850. Hún fluttist til Vesturheims.
4. Sigurður Magnússon bóndi í Vanangri, f. 22. mars 1851 í Galtarholti, d. 2. júní 1879.
5. Oddný Magnúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 21. ágúst 1854. Hún fluttist til Vesturheims.
6. Magnús Magnússon, f. 11. janúar 1859, d. 17. janúar 1859 úr ginklofa.
.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.