Þorsteinn Þorsteinsson eldri (Kirkjubæ)
Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 1757 og lést 24. nóvember 1801 úr landfarsótt.
Kona hans, (24. október 1793), var Halldóra Pétursdóttir, síðar húsfreyja á Miðhúsum.
Börn þeirra hér:
1. Pétur Þorsteinsson, f. 10. maí 1794, hrapaði úr Hamrinum 22. ágúst 1805.
2. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1795, d. 30. ágúst 1795 úr ginklofa.
3. Jón Þorsteinsson, f. 23. febrúar 1796, á lífi 1801. Hann finnst ekki 1816.
4. Benedikt Þorsteinsson, f. 3. nóvember 1798, d. 10. nóvember 1798 úr ginklofa.
5. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 29. ágúst 1800, d. 5. september 1800 úr ginklofa.
(Dánarskrár voru fyrst haldnar í Eyjum 1785, gloppóttar 1813-1816. Fermingar-, hjónabands- og fæðingaskrár voru fyrst haldnar 1786).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.