Þorsteinn Jónsson (Laufási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. maí 2006 kl. 20:54 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2006 kl. 20:54 eftir Margret (spjall | framlög) (bætti við)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Jónsson

Þorsteinn fæddist í Gularáshjáleigu í Austur Landeyjum 14. október 1880. Hann var sonur Jóns Einarssonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur. Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1883. Þorsteinn var kvæntur Elínborgu Gísladóttur og eignuðust þau 13 börn. Þorsteinn átti bróður, Ísleif Jónsson að nafni, sem dó í suðurlandsskjálftanum 1896 þar sem að hann var í fýlatekju í Dufþekju.

Sjómaður

Þorsteinn hóf sjómennskuferil sinn um fermingu á opnu skipi með Hannesi lóðs á Miðhúsum. Hann varð svo formaður á teinæringnum Ísak árið 1900 og var með hann til ársins 1905.

Hann var ásamt öðrum fyrstur manna til þess að kaupa vélbát til Vestmannaeyja og markaði á þann hátt upphaf vélbátaaldar í Vestmannaeyjum. Báturinn sem Þorsteinn og félagar keyptu var nefndur Unnur og var Þorsteinn formaður. Hann eignaðist síðar tvo aðra báta með sama nafni og var formaður með þá til ársins 1948 og hafði þá verið formaður í samtals 48 ár.

Framfarasinni

Þorsteinn var mjög framfarasinnaður í útgerðarmálum og var meðal annars sá fyrsti til að gera tilraunir með veiðar í þorskanet. Hann var gerður að heiðursborgara Vestmannaeyjabæjar.

Þorsteinn hafði mikinn áhuga á ritstörfum og eftir hann standa rit og greinar. Ein af þekktari bókum Þorsteins má nefna sjálfsævisögu hans, Formannsævi í Eyjum og Aldahvörf í Eyjum.

Þorsteinn lést 25. mars árið 1965.