Símon Jónsson (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. ágúst 2015 kl. 20:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. ágúst 2015 kl. 20:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Símon Jónsson bóndi í Norðurgarði fæddist 1822 í Álfhólum í V-Landeyjum og drukknaði 1. október 1850.
Foreldrar hans voru Jón Símonarson bóndi í Álfhólum, f. 21. ágúst 1792, d. 8. ágúst 1871, og fyrri kona hans Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1782, d. 3. júní 1833.

Móðir Símonar lést er hann var 11 ára. Hann var með föður sínum og systkinum í Kollabæ í Fljótshlíð 1835 og í Akurey í V-Landeyjum 1840.
Hann fluttist til Eyja 1845 úr Landeyjum og varð þá vinnumaður hjá Ingibjörgu Erasmusdóttur ekkju á Kirkjubæ.
Hann var bóndi í Norðurgarði stutta stund. Hann drukknaðir 1. október 1850 við Landeyjasand. Þar drukknuðu 8 manns, þar á meðal Pétur Magnússon bóndi, svili hans, maður Vilborgar í Norðurgarði.

Kona Símonar, (7. september 1849), var Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879. Símon var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norðurgarði.
Barn Símonar og Jórunnar hér:
1. Margrét Símonardóttir, f. 6. júlí 1850, d. 10. október 1851 „af Barnaveikindum“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.