Margrét Einarsdóttir (Svaðkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. ágúst 2014 kl. 11:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2014 kl. 11:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Einarsdóttir húsfreyja í Svaðkoti, síðan bústýra þar, fæddist 1777 í Vallnahjáleigu í Hvolhreppi og lést 6. júlí 1850 á Gjábakka.

Margrét var vinnukona í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum 1801, kona húsmanns í Svaðkoti 1812 og enn 1816, ekkja þar 1818. Hún var 43 ára bústýra hjá Einari Jónssyni bónda í Svaðkoti 1820 og var þar enn bústýra hjá honum 1832, en Einar lést háaldraður 17. nóvember 1833.
Margrét var skráð ekkja í Svaðkoti 1833. Hún var húskona í Grímshjalli 1835, 63 ára ekkja í Kornhól 1836, vinnukona í Grímshjalli 1840, vinnukona í Nöjsomhed 1845, 77 ára bústýra á Gjábakka 1850 og á því ári lést hún.

I. Maður hennar, (fastnað 29. desember 1811), var Magnúsi Jónsson húsmaður í Svaðkoti 1816, f. í Garðhúsi í Eyjum 1779, d. 2. júní 1817 úr krabbameini.
Börn þeirra hér:
1. Jón Magnússon, f. 18. mars 1813, d. 24. mars 1813 úr „Barnaveikleika.“
2. Magnús Magnússon, f. 23. júní 1814, ekki á mt. 1816. (Dánarskrár skortir 1814-1816).
3. Jóhann Magnússon, f. 14. mars 1816, ekki á skrá 1816. (Dánarskrár skortir 1814-16).
4. Magnús Magnússon, f. 14. september 1817, d. 21. september 1817 úr „Barnaveikinni.“

II. Barnsfaðir hennar var Eiríkur Jónsson frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, síðar bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1795.
Barnið var
5. Eiríkur Eiríksson, f. 4. desember 1818, d. 11. desember 1818 úr ginklofa.


Heimildir