Gróa Helgadóttir (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júlí 2015 kl. 14:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júlí 2015 kl. 14:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gróa Helgadóttir vinnukona frá Draumbæ fæddist 3. nóvember 1851, fór til Vesturheims 1889.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson bóndi í Draumbæ, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885, og sambýliskona hans Sigríður Guðmundsdóttir í Draumbæ, f. 26. september 1813, drukknaði 29. september 1855.
Gróa missti móður sína tæpra 4 ára. Hún var fósturbarn í Elínarhúsi hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur ekkju og húsfreyju 1860, fósturdóttir Guðrúnar 1870.
Hún var vinnukona í Sjólyst 1880, en 1884 fór hún austur á land og var vinnukona á Galtastöðum fremri í Hróarstungu á Héraði.
Gróa eignaðist barn á Galtastöðum 1889. Hún fór til Vesturheims 1889 frá Galtastöðum fremri með barnið. Hún stefndi á Winnipeg í Kanada.

I. Barnsfaðir hennar þar var Jónas Jónasson.
Barn þeirra var
1. Jón Júlíus Jónasson, f. 16. nóvember 1889.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.