Bergur Brynjólfsson (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2014 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2014 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bergur Brynjólfsson í Stakkagerði.
Sjá ítarlega grein um hann í Bliki 1958, Traustir ættliðir, fyrri hluti.

Frekari umfjöllun

I. Barnsmóðir Bergs var Ingibjörg Hjaltadóttir á Giljum í Mýrdal 1801, f. 1750, d. 18. nóvember 1832 á Hvoli í Mýrdal.
Barn þeirra var
1. Sigurður Bergsson, f. 1790, d. 26. september 1803. Hann var á Giljum 1801.
Prestsþjónustubók Landakirkju 26. september 1803: „ Dáinn Sigurður Bergsson 13 ára, óconfirmeraður (þ.e. ófermdur) sonur Bergs Brynjólfssonar á Gjábakka, drukknaði, grafinn 29. sama mánaðar.“- Skrifað með ólíkri hendi neðar: „í Gjábakkatjörn“.

II. Fyrri kona Bergs, („trúlofað og fastnað“ 19. apríl 1793), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 24. ágúst 1798.
Börn þeirra hér:
2. Jón Bergsson, f. 13. október 1793, d. 19. október 1793 úr „sóttveiki“.
3. Hólmfríður Bergsdóttir, f. 18. desember 1794. Mun hafa dáið ung. Finnst ekki á mt 1801 né síðar.
4. Margrét Bergsdóttir, f. 27. september 1796, d. 2. október 1796 úr ginklofa.
5. Þuríður Bergsdóttir, f. 6. október 1797, d. 16. október 1797 úr ginklofa.

II. Síðari kona Bergs, (31. janúar 1799) var Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 1776 í Rimakoti í A-Landeyjum, d. 27. júní 1832.
Börn þeirra hér:
6. Jón Bergsson, f. 27. desember 1798, d. 28. desember 1798 „af sóttarmeini“.
7. Sigríður Bergsdóttir, f. 11. febrúar 1800, d. 16. febrúar 1800 úr ginklofa.
8. Guðmundur Bergsson, f. 11. apríl 1801, d. 18. apríl 1801 úr ginklofa.
9. Þórdís Bergsdóttir, f. 15. júlí 1802, d. 23. júlí 1802 úr ginklofa.
10. Þórdís Bergsdóttir, f. í apríl 1804, d. 17. apríl 1804 úr ginklofa, lifði nokkra daga.
11. Jón Bergsson, f. 23. apríl 1805, d. 30. apríl 1805 úr ginklofa.
12. Guðrún Bergsdóttir, f. 4. september 1808, d. 10. september úr „ þeim venjulega ginklofa“.
13. Bergur Bergsson, f. 12. apríl 1810, d. 22. apríl 1810 úr „venjulegum ginklofa“.
14. Vigfús Bergsson bóndi og hreppstjóri í Stakkagerði, f. 10. júlí 1811, drukknaði 18. nóvember 1842.
15. Margrét Bergsdóttir, f. 17. nóvember 1812, d. 30. nóvember 1812 úr ginklofa.


Heimildir