Sigurður Sigurðsson eldri (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 17:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 17:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson eldri, bóndi í Þorlaugargerði, fæddist 1789 og lést 5. febrúar 1835.
Uppruni hans er óljós.
Sigurður var tómthúsmaður í Kastala 1821-1827, bóndi í Þorlaugargerði frá 1828 og var þar enn við andlát 1835, 46 ára. Hann lést úr holdsveiki.

Kona Sigurðar eldri (1820) var Sigþrúður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1785, d. 8. mars 1860.
Börn þeirra hér:
1. Ingunn Sigurðardóttir, f. 9. mars 1821, d. 19. mars 1821 úr ginklofa.
2. Þorgerður Sigurðardóttir, f. 6. ágúst 1822, d. 13. ágúst 1822 úr ginklofa.
3. Ólöf Sigurðardóttir, f. 12. ágúst 1823, d. 5. nóvember 1834, 11 ára, úr ginklofa.
4. Jón Sigurðsson, f. 28. júlí 1825, d. 10. ágúst 1825 úr ginklofa.
5. Jón Sigurðsson, f. 2. nóvember 1827, d. 8. nóvember 1827 úr ginklofa.
Barn Sigþrúðar, sem var hjá þeim 1828:
6. Sveinn Jónsson, f. 1815 á Grjótá í Fljótshlíð, hrapaði til bana 28. júní 1829.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.