Ástríður Hjaltadóttir (Kokkhúsi)
Ástríður Hjaltadóttir húsfreyja í Kokkhúsi fæddist 9. desember 1834 á Kvíabóli í Mýrdal og lést 25. júní 1874.
Faðir hennar var Hjalti bóndi víða, en lengst á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 12. september 1809, d. 15. september 1891, Jónsson bónda í Skammadal þar, f. 1771, d. 10. mars 1839, Hjaltasonar bónda á Rauðhálsi, Jónssonar og konu hans Sigríðar húsfreyju, f. 1739, d. 6. nóvember 1816, Jónsdóttur.
Móðir Hjalta yngri á Rauðhálsi og kona Jóns í Skammadal var Guðrún húsfreyja, f. 1768, d. 11. apríl 1858 í Presthúsum í Eyjum, Stefánsdóttir, líklega Eyjólfssonar.
Guðrún Stefánsdóttir var móðir Jóns Jónssonar bónda í Presthúsum 1845.
Móðir Ástríðar og kona Hjalta á Rauðhálsi var Þorgerður húsfreyja, f. 1798, d. 27. maí 1866, Jónsdóttir bónda í Pétursey, f. 1764, d. 13. janúar 1834, Péturssonar bónda á Reyni í Mýrdal, f. 1725, á lífi 1792, Ólafssonar, og ókunnrar konu hans, f. 1726.
Móðir Þorgerðar Jónsdóttur og kona Jóns í Pétursey var Ástríður húsfreyja, f. 1768, d. 14. maí 1832, Þorsteinsdóttir (líklega, V-Skaftf.) bónda í Norður-Hvammi, f. 1733, Jónssonar og konu hans Guðrúnar húsfreyju, f. 1732, Freysteinsdóttur.
Ástríður var eins árs hjá foreldrum sínum á Kvíabóli 1835, hjá þeim á Rauðhálsi 1840.
Hún var fósturbarn hjá Jóni Jónssyni, föðurbróður sínum í Presthúsum 1845. Þar var hún vinnukona 1850, 1855 og 1860.
Á manntali 1870 er hún húsfreyja í Kokkhúsi með Sæmundi sjávarbónda og barninu Guðmundi 9 ára. Hún lést 1874.
Maður Ástríðar var Sæmundur Guðmundsson formaður, síðar húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890. Ástríður var fyrri kona hans.
Börn Ástríðar og Sæmundar voru:
1. Elís Sæmundsson, f. 8. mars 1860, d. 27. desember 1916.
2. Guðmundur Sæmundsson, f. um 1861.
3. Kristján Sæmundsson, f. um 1874. Hann fór til Vesturheims frá Garðsstöðum 1904 með konu og barni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.