Magnús Sigurðsson (Háagarði)
Magnús Sigurðsson bóndi og sjómaður í Háagarði fæddist 1796 á Skíðbakka í Krosssókn í A- Landeyjum og lést 20. ágúst 1863.
Faðir hans var Sigurður bóndi á Skíðbakka, f. 1759 í Hallgeirsey þar, d. 8. febrúar 1846 á Skíðbakka, Magnússon bónda í Hallgeirsey, f. 1722, d. 31. janúar 1786, Erlendssonar bónda þar, f. 1685, á lífi 1753, Sverrissonar, og konu Erlendar, Oddnýjar húsfreyju, f. 1686, á lífi 1728.
Móðir Sigurðar á Skíðbakka og kona Magnúsar í Hallgeirsey var Vigdís húsfreyja, f. 1719, d. 10. mars 1813, Halldórsdóttir, líklega Bjarnasonar bónda í Næfurholti á Rangárvöllum, f. 1695, d. 19. nóvember 1758, Illugasonar, og konu Bjarna í Næfurholti, Margrétar húsfreyju, f. 1658, Símonardóttur.
Móðir Magnúsar í Háagarði og fyrri kona, (24. júlí 1795), Sigurðar á Skíðbakka var Sigríður húsfreyja, f. 1770, d. 31. október 1801, Hróbjartsdóttir bónda á Bergþórtshvoli í V-Landeyjum, d. 1783, Björnssonar, og konu Hróbjartar, Geirlaugar húsfreyju, f. 1745, d. 8. ágúst 1831, Guðmundsdóttur bónda á Bergþórshvoli, f. 1692, Eiríkssonar, og síðari konu Guðmundar, Helgu húsfreyju, f. 1712, d. 23. desember 1785, Jónsdóttur.
Magnús var 5 ára hjá Geirlaugu ömmu sinni á Bergþórshvoli 1801, var vinnumaður þar 1816.
Hann fluttist að Efsta-Koti u. Eyjafjöllum 1823, fluttist þaðan að Tungu í V-Landeyjum 1826.
Hann var kominn til Eyja 1840 og bjó allan sinn búskap í Háagarði, sem var hluti af Vilborgarstaðajörðinni.
Hann lést 1863.
Kona Magnúsar í Háagarði var Margrét Arngrímsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1811, d. 5. júní 1873.
Barn Magnúsar og Margrétar hér:
1. Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Háagarði, gift Guðmundi Þorkelssyni bónda, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.