Ritverk Árna Árnasonar/Jóhann Óskar Alexis Ágústsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 19:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 19:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Ó.A. Ágústsson (Alli rakari).

Kynning.

Jóhann Óskar Alexis Ágústsson (Alli rakari) rakari fæddist 30. október 1915 og lést 3. janúar 2002.
Foreldrar hans voru Ágúst Benediktsson fiskmatsmaður að Kiðjabergi, f. 1. september 1875 í Marteinstungu í Holtum, d. 13. september 1962, og kona hans Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja frá Fjósum í Mýrdal, f. 18. júní 1878 í Fjósum, d. 9. desember 1937.

Kona Jóhanns var Kristjana Pálína Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1913, d. 22. apríl 1986.
Börn Jóhanns Alexíusar og Kristjönu:
1. Guðrún Viktoría, f. 22. nóvember 1939.
2. Hulda Dóra, f. 25. nóvember 1943, d. 13. júní 2006.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Jóhann er lágur vexti, dökkhærður, feitlaginn og búlduleitur, skapléttur, söngvinn vel og skemmtilegur í hóp og ágætis félagi. Hann er rakari og hárskeri að iðn, en er löngu orðinn leiður á þeirri iðju og vill allt annað vinna, enda hefir hann verið mikið til sjós, bæði á vélbátum og togurum Eyjanna, ýmist sem háseti eða matsveinn. Hann varð fyrir því áfalli að lenda í dragnótaspili á vélbát, slasaðist mikið og ber þess allmiklar menjar. Jóhann hefir verið nokkuð til fugla, snar og þróttgóður við þau störf, áhugasamur og iðinn. Veiðimaður er hann ekki mikill, enda skortir hann alla þjálfun í veiði. Er vafalítið, að hann gæti orðið góður, ef hann fengi meiri þjálfun og tilsögn í réttum tilburðum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.