Ritverk Árna Árnasonar/Upphaf verzlunar í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. september 2013 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. september 2013 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Upphaf verzlunar í Eyjum“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Upphaf verzlunar í Eyjum


Fyrsta verzlun í Garðinum hefur sennilega byrjað um 1558, er Kristján konungur 3. tók verzlunina í sínar hendur. Hefur hún staðið sennilega mjög nálægt því, sem Austurbúðin stendur nú. Þar fundust brunaleifar af húsi fyrir nokkrum árum, bæði þegar sjóveitan var gerð og síðar, er byggt var austan við Austurbúðina. Hún var byggð 1880 af J.P.T. Bryde.
Brunaleifar þessar eru taldar vera frá 1627. Þarna var fyrsta danska fastaverzlun á Íslandi, Skansinn, sennilega byggður 1586 í fyrstu, en orðið lítils virði sem vígi í ránum Eyjanna, t.d. 1627.
Englendingar voru hér sennilega í hundraðatali í byrjun 15. aldar og byggðu þá vígið „The Castle“, réðu þá hér lofum og lögum. Róstusamt hefir verið fyrr á öldum. Má nefna, er hirðstjórarnir Hannes Pálsson og Baltasar frá Damme ætluðu að reka Englendinga héðan, en voru sjálfir handteknir og fluttir til Englands. Leystu sig út dýru verði. Kastalinn hefur sennilega verið gott vígi frá nátturunnar hendi, hæðir og víkur og skorningar við sjóinn. Kastalinn stóð suður af Fögruvöllum, að Bárugötu og norður að Strandvegi sem nú er.
Verzlunin Edinborg var stofnsett hér af Knutson frá Reykjavík og Thomas Thomsen frá Hafnarfirði, þá nefnd Godthaab, 1830.
Juliushaab var stofnuð af Julius Birck 1845, en virðist aldrei hafa heitað Julianehaab með réttu. Julius, f. 1817, var trésmiður að iðn, drap sig á púðurkvarteli 1851 vestur með Skönsum. Verzlunin var þá keypt af N. N. Bryde, svo að þeir feðgar áttu þá báðar verzlanirnar um tíma og voru vitanlega einvaldir um mesta verzlun eins og endranær.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit