Matthías Finnbogason
Matthías Finnbogason frá Litlhólum fæddist 25 apríl 1882. Matthías lærði um meðferð véla í Kaupmannahöfn og aflaði hann sér mikillar þekkingar á því sviði. Tókst honum að loknu námi að útvega sér nægilegan fjárhagslegan stuðning erlendis til að kaupa tæki og verkfæri til að stofna viðgerðarverkstæði heima í Eyjum. Matthías reisti svo viðgerðarverkstæðið Jaðar sem var fyrsta járnsmíðaverkstæði í Eyjum. Lést hann 9 júní 1969.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Matthías Finnbogason
Heimildir
- Halldór Magnússon. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum. Blik 1972. 29. árg.