Jón Ögmundsson (Dalbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. júlí 2013 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júlí 2013 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ögmundsson í Dalbæ fæddist 8. júlí 1840 í Reynisholti í Mýrdal og var á lífi 1901.
Foreldrar Jóns voru Ögmundur Árnason bóndi í Reynisholti í Mýrdal, síðar í Eyjum, f. 10. október 1809, d. 10. janúar 1888, og kona hans Þóra húsfreyja, f. 1814, d. 14. apríl 1860, Jónsdóttir.

Jón var með foreldrum sínum í Reynisholti til ársins 1860, vinnumaður þar 1860-1864, fyrirvinna í Presthúsum þar 1864-1865, bóndi þar 1865-1876, vinnumaður í Norður-Hvammi þar 1876/7-1878.
Hann fluttist til Eyja 1878, var vinnumaður þar, - í Stakkagerði var hann 1880 og 1890, hjá Þóru dóttur sinni í Dalbæ 1901.

Kona Jóns Ögmundssonar var Rannveig húsfreyja í Presthúsum í Mýrdal, f. 1829, d. 7. mars 1876, Björnsdóttir bónda í Steinum, f. 1802, Jónssonar og konu Björns, Guðrúnar húsfreyju, f. 1804, d. 29. desember 1877, Jónsdóttur.

Börn Jóns og Rannveigar hér:
1. Þóra Jónsdóttir húsfreyja í Dalbæ, f. 17. júní 1868, d. 11. mars 1965, gift Helga Guðmundssyni í Dalbæ, f. 9. júlí 1870, d. 11. mars 1924.
2. Jóhannes Jónsson í Helgahjalli, f. 14. maí 1866 í Presthúsum í Mýrdal, d. 1895 í Spanish Fork í Utah, kvæntur Maríu Friðriku Guðmundsdóttur húsfreyju frá Batavíu, f. 3. mars 1868 og lést Vestanhafs.
3. Guðný Jónsdóttir, f. 2. september 1875, d. 1883.
Barnsmóðir Jóns var Sesselja Árnadóttir, f. 1835. Barn þeirra var
4. Oddný Jónsdóttir, húsfreyja í Hraunbæ í Álftaveri, f. 1863, d. 1938.


Heimildir