Sigríður Árnadóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2014 kl. 18:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2014 kl. 18:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Árnadóttir (Stakkagerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Árnadóttir fyrrum húsfreyja í Hólmi í A-Landeyjum, en í dvöl hjá Árna syni sínum í Stakkagerði, fæddist 25. ágúst 1798 í Syðri-Hóli u. Eyjafjöllum og lést 17. desember 1892.
Foreldrar hennar voru Árni bóndi í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1756 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 22. október 1829, Hafliðason bónda á Ysta-Skála, f. 1721, d. 28. september 1788, Árnasonar bónda á Leirum u. Eyjafjöllum, f. 1684, Eiríkssonar, og konu Árna á Leirum, Katrínar húsfreyju, f. 1691, Þorsteinsdóttur.
Móðir Árna í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu og kona Hafliða í Ysta-Skála var Ragnhildur húsfreyja, f. 1721, d. 23. desember 1804, Ólafsdóttir bónda á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, f. 1699, Þórarinssonar, og konu hans, Margrétar húsfreyju, f. 1702, Jónsdóttur.

Móðir Sigríðar í Stakkagerði og kona Árna Hafliðasonar var Ingveldur húsfreyja, f. 1765 í Sólheimum í Mýrdal, d. 10. júní 1817, Þorsteinsdóttir, og barnsmóður Þorsteins, Helgu, síðar húsfreyju á Butru í A-Landeyjum, fyrri konu Orms Ormssonar bónda þar, f. 1733, d. 16. maí 1795, Jónsdóttur.

Jóhanna var með foreldrum sínum á Syðri-Hóli u. Eyjafjöllum 1801, hjá þeim í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum 1816.
Hún giftist Diðriki 18. júlí 1824 og var húsfreyja í Hólmi og þar með honum 1824-1856, bjó ekkja þar frá 1841-1842 og síðan, (gift 24. október 1842), með Einari síðari manni sínum 1842-1855, er hann drukknaði. Hún hætti búskap 1856 og fluttist síðan til Árna sonar síns í Stakkagerði.

Jóhanna var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (1824), var Diðrik Jónsson bóndi í Hólmi, f. 16. september 1794, d. 11. júlí 1841. Hún átti með honum 14 börn:
Börn þeirra í Eyjum:
1. Þórður mormóni, var síðar brikkleggjari í Spanish Fork í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894.
2. Árni bóndi og hreppstjóri í Stakkagerði, f. 18. júlí 1830, 28. júní 1903.
3. Guðmundur fósturbarn á Vesturhúsum 1845, f. 23. febrúar 1834, d. 25. maí 1848.
4. Magnús vinnumaður í Stakkagerði 1860, f. 1. apríl 1837, d. í mars 1863.
5. Guðlaugur vinnumaður á Miðhúsum, f. 25. júní 1838, d. 14. febrúar 1860.
II. Síðari maður Jóhönnu, (1842), var Einar Jónsson, f. 5. ágúst 1815, drukknaði 29. september 1855 við Landeyjasand.
Þau eignuðust:
5. Guðmund Einarsson tómthúsmann í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882. Hann var kvæntur Auðbjörgu Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst, f. 1842, d. 15. júní 1921.
Þau fóru áleiðis til Utah 1882 frá Sjólyst, ásamt fimm börnum sínum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.