Þorgeir Magnússon (Uppsölum)
Þorgeir Magnússon bóndi fæddist 3. október 1852 á Syðsta-Hvoli í Mýrdal og lést 28. ágúst 1914 í Uppsölum í Eyjum.
Faðir hans var Magnús vinnumaður, f. 1827 í Pétursey, Einarsson (líka nefndur Margrétarson og Ólafsson).
Móðir Magnúsar var Margrét vinnukona, f. 1798, d. 3. september 1836, Ólafsdóttir bónda víða, en síðast á Dyrhólum í Mýrdal, f. 1764, d. 5. desember 1839 í Nýjabæ u. Eyjafjöllum, Skúlasonar, og konu Skúla, Katrínar, f. 1752, Hafliðadóttur.
Móðir Þorgeirs og barnsmóðir Magnúsar vinnumanns var Björg vinnukona, f. 28. ágúst 1816 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 1. apríl 1881 á Reyni í Mýrdal, Þorgeirsdóttir bónda, síðast í Eystri-Dalbæ í Landbroti, f. 1772 í Hvammi í Skaftártungu, d. 24. júlí 1850 í Eystri-Dalbæ, Árnasonar bónda í Hvammi 1772 og 1773, Sigurðssonar (kona ókunn).
Móðir Bjargar og kona Þorgeirs bónda var Þorgerður húsfreyja, f. 1782, d. 5. október 1857, Jónsdóttir bónda á Efri-Steinsmýri, f. 1729, d. 1785, Sveinssonar, og konu Jóns, Auðbjargar húsfreyju, f. 1743, d. 26. júní 1829, Eyjólfsdóttur.
Þorgeir var með móður sinni á ýmsum bæjum í Mýrdal fyrstu 8 ár ævinnar. Þá var hann fósturbarn og síðan vinnumaður til ársins 1781, er hann varð bóndi í Kárhólmum þar 1781-1783, þá á Reyni þar 1883-1885, síðan vinnumaður og lausamaður, en frá árinu 1900-1905 var hann bóndi á Kvíabóli þar.
Þorgeir og Málfríður Loftsdóttir fluttust til Lofts sonar síns og Sigríðar konu hans að Uppsölum 1905.
Kona Þorgeirs í Uppsölum, (1881), var Málfríður Loftsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1840, d. 1. september 1914.
Börn Þorgeirs og Málfríðar voru:
1. Loftur Þorgeirsson í Uppsölum, f. 1878.
2. Ingibergur Þorgeirsson, f. 4. janúar 1881, d. 15. mars sama ár.
3. Þorsteinn Þorgeirsson, f. 6. apríl 1883.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.