Helga Helgadóttir (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2013 kl. 12:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2013 kl. 12:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Helgadóttir húsfreyja í Steinmóðshúsi fæddist 12. apríl 1836 og lést 29. desember 1914.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson bóndi og formaður í Kornhól, f. 9. júlí 1806, d. 17. júní 1864 og fyrri kona hans Þuríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 1813, d. 16. október 1837.

Helga ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður í Kornhól. Hún var húsfreyja í Steinmóðshúsi 1860 og 1870, í Nýborg Nr.2 1890, vinnukona í Nýjabæ 1901 og er þar 1910, hálfsystir húsbóndans Jónasar Helgasonar.
Hún ól sjö börn, en tvö voru lifandi 1910.

Maður Helgu (1855) var Jón Steinmóðsson, f. 1834, d. 28. október 1896.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Jónsdóttir, f. 25. febrúar 1873, d. 16. júlí 1942, gift Vigfúsi Ólafssyni á Seyðisfirði.
2. Friðrik Jónsson, f. 15. febrúar 1880, d. 18. nóvember 1958. Vinnumaður í Frydendal 1910, vinnumaður á Strandvegi 43 A 1930, síðast á Elliheimilinu.


Heimildir