Hásteinsvöllur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. ágúst 2012 kl. 09:50 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. ágúst 2012 kl. 09:50 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hásteinsvöllur
Hásteinsvöllur og úteyjar

Hásteinsvöllur er aðalknattspyrnuvöllur ÍBV. Saga vallarins nær aftur til 1912, þó að á þeim tíma hafi völlurinn ekki verið annað en lítt ruddir móar. Völlurinn var endurbættur árið 1922 en var þó ekki boðlegur sem keppnisvöllur í knattspyrnu né aðrar íþróttagreinar.

Árið 1935 var gerður nýr leikvangur í Botni Friðarhafnar. Þar var mjög slétt flöt og ákjósanleg aðstaða en völlurinn var einungis notaður í 7 eða 8 ár.

Merk tímamót urðu árið 1960 þegar Hásteinsvöllurinn var sléttaður og stækkaður í 100x66 metra og sáð í hann grasfræi. Hann var síðan tekinn í notkun að nýju árið 1963 og hefur verið aðalleikvangur Eyjanna síðan.

Árið 1973 var ákveðið að hlífa Hásteinsvellinum vegna vikurs í grassverðinum, var þá brugðið á það ráð að ryðja niður vikri úr vesturhlíðum Helgafells og búa til knattspyrnuvöllinn Helgafellsvöll í Helgafellsdal.

Met aðsókn á Hásteinsvöll var 16. júní 2007 er 2.275. Það var leikur ÍBV og KA í 1. deild karla.

Myndir