Guðrún Magnúsdóttir (Búastöðum)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðrún Magnúsdóttir“
Guðrún Magnúsdóttir frá Búastöðum fæddist 12. júlí 1865 að Berjanesi í Landeyjum og lést 24. september 1936.
Hún var gift Gísla Eyjólfssyni. Þau giftust 14. maí 1894 og fengu þá byggingu fyrir jörðinni Eystri-Búastöðum. (Nyrðri-Búastöðum, eins og þau hétu áður en nýtt hús var byggt.)
Þau eignuðust fimm börn:
- Lovísa, f.1895 d.1979 í Vestmannaeyjum, kona Bryngeirs Torfasonar
- Eyjólfur f.1897 d.1995 í Reykjavík
- Jórunn, f.1899, d.1916 í Reykjavík
- Magnús, f.1904, d.1904
- Margrét Magnúsína, f.1906, d.1906.